Prjónarar deildu hart um borðtuskur

Er prjónað höfuðfat kattar listaverk eða nytjavara?
Er prjónað höfuðfat kattar listaverk eða nytjavara? AFP

Heit­ar umræður hafa skap­ast á fés­bók­arsíðu Handóðra prjón­ara síðustu daga en þar ríf­ast prjón­ar­ar um það hvort að prjóna­skap­ur eigi ein­göngu að vera list­form eða hvort prjóna eigi til nytja.

Deil­urn­ar hafa orðið svo hat­ramm­ar að eyða hef­ur þurft at­huga­semd­um út af síðunni auk þess sem nokkr­ir prjón­ar­ar hafa sagt skilið við hóp­inn.

Allt spannst þetta út frá umræðu um prjón á borðtusk­um, sem fór fyr­ir brjóstið á nokkr­um ein­stak­ling­um, en það er mjög í tísku um þess­ar mund­ir að prjóna borðtusk­ur, bleyj­ur og þvotta­poka.

„Umræðan varð mjög áhuga­verð ef við tök­um út allt skít­kastið og reiðina, hún vakti upp ýms­ar spurn­ing­ar um hannyrðir og list, hvað er gott nota­gildi og hvað ætti að hanga uppi á vegg. Mér fannst það virki­lega áhuga­vert og væri al­veg til í að eiga svo­leiðis umræður við ykk­ur flottu kon­ur,“ eru meðal orða sem féllu eft­ir að sjatnað hafði í stjórfljóti fúkyrða.

Nokkr­ir meðlim­ir síðunn­ar, sem alls eru hátt í níu þúsund, fengu sig fullsadda af umræðunni og stofnuðu nýja síðu og von­ast þeir til þess að hún verði vett­vang­ur umræðna um prjónaðar tusk­ur án at­huga­semda þeirra er telja prjón til nytja vera höfuðsynd og til skamm­ar.

Mynd tengist frétt óbeint.
Mynd teng­ist frétt óbeint. Ljós­mynd/Þ​órður Arn­ar Þórðar­son
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert