„Þetta var mjög óhugnanlegt“

Hátt í 700 innbrot hafa verið framin á höfuðborgarsvæðinu það …
Hátt í 700 innbrot hafa verið framin á höfuðborgarsvæðinu það sem af er ári, og þar af 206 innbrot á heimili. mbl.is/Eggert

„Þetta gerðist um há­bjart­an dag þegar eng­inn var heima,“ seg­ir íbúi í Selja­hverf­inu í Breiðholti, sem á dög­un­um lenti í því að brot­ist var inn til hans. Far­tölv­unni á heim­il­inu var stolið, auk þess sem skart­grip­ir voru tekn­ir og rótað var í lyfja­skúffu. Eng­in lyf voru þó tek­in, og seg­ir eig­andi íbúðar­inn­ar, sem ekki vildi koma fram und­ir nafni, að fyr­ir til­vilj­un hafi hann verið ný­bú­inn að koma svefn­lyfj­um þannig fyr­ir að ekki sást til þeirra.

Hátt í 700 inn­brot hafa verið fram­in á höfuðborg­ar­svæðinu það sem af er ári, og þar af 206 inn­brot á heim­ili. Þar sem 286 dag­ar eru liðnir af ár­inu er um að ræða tvö og hálft inn­brot á dag. Yfir helm­ing­ur inn­brot­anna hef­ur verið fram­inn í Kópa­vogi og Breiðholti, eða alls 366 inn­brot, þar af 121 á heim­ili.

Fjar­lægðu glugga til að kom­ast inn

„Þetta var mjög óhugn­an­legt. Íbúðin mín sést til dæm­is ekki frá göt­unni svo þetta gæti vel verið ein­hver sem þekk­ir til í hverf­inu,“ seg­ir íbú­inn, og lýs­ir reynslu sinni: „Ég kom heim og tók ekki eft­ir neinu óeðli­legu, nema að dyr að gesta­her­bergi sem ég hafði lokað stóðu opn­ar. Ég hélt að dótt­ir mín hefði komið heim og kippti mér ekki upp við það. Ég fór svo inn í svefn­her­bergi og sá að skart­gripa­skrínið þar var opið og búið að tæma það. Ég gekk svo fram í stofu og sá að tölv­an var horf­in. Þar næst sá ég að einn glugg­anna út að ver­önd­inni var á gólf­inu, búið var að taka hann úr.“

Íbú­inn seg­ir það hafa verið vonda til­finn­ingu að vita af inn­brotsþjóf­um í íbúð sinni, en seg­ist þakk­lát­ur fyr­ir að lög­regla og rann­sókn­ar­lög­regla hafi verið fljót á vett­vang. 

Þá seg­ist hann fá tjónið bætt, en harm­ar þó að missa öll per­sónu­leg gögn úr tölv­unni. „Maður get­ur alltaf keypt nýja tölvu, en það kem­ur ekk­ert í staðinn fyr­ir mynd­ir og fleira sem glötuðust með þeirri gömlu.“

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert