Kennarafundur í Verkmenntaskólanum á Akureyri, sem haldinn var í dag, lýsir yfir eindregnum stuðningi við launakröfur tónlistarskólakennara. Jafnframt skorar fundurinn á sveitarfélögin í landinu að ganga nú þegar til samninga við tónlistarkennara þannig að ekki komi til boðaðs verkfalls þeirra í næstu viku.
Fundurinn telur óviðunandi að sveitarfélögin, sem þegar hafa samið við grunn- og leikskólakennara, dragi það á langinn að semja við þennan hóp kennara um sambærileg kjör og lítilsvirði þar með það starf sem fram fer í tónlistarskólum um land allt.
Stjórnarfundur KÍ, sem haldinn var í dag, sendi einnig frá sér ályktun fyrr í dag.