Íbúar mótmæla deiliskipulagi

Loftmynd af byggðinni í Skerjafirði, þar sem byggingum á fyrirhugaðri …
Loftmynd af byggðinni í Skerjafirði, þar sem byggingum á fyrirhugaðri íbúðarbyggð við austurendann hefur verið bætt við. Núverandi norðaustur/suðvestur-flugbraut liggur frá þessari byggð og að Valssvæðinu. Samsett mynd/Prýðifélagið Skjöldur

Stjórn Prýðifélagsins Skjaldar, íbúasamtaka Skerjafjarðar, mótmælir deiliskipulagi Hlíðarendasvæðis og bendir á að aðflug neyðarbrautar Reykjavíkurflugvallar gangi ekki upp verði skipulagið samþykkt.

Ívar Pálsson segir að samkvæmt deiliskipulaginu verði brautarendinn við fyrirhugaðar byggingar. „Það verður engin fluglína með blokkir við brautarendann,“ segir hann.

Ívar bætir við að erfitt hafi reynst að fá að sjá skipulagið og leyndarhyggjan haldi áfram. „Látið er eins og úrskurður Rögnunefndarinnar hafi með þetta að gera en í raun verður búið að staðfesta og stimpla þetta og framkvæmdaraðilar geta byrjað eftir viku.“

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert