Helgi Hjörvar, þingmaður Samfylkingarinnar, segir að Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra sé hræddur við staðreyndir og að hann hafi ekki getað bent á eitt einasta dæmi sem hafi verið rangt í ræðu sinni í óundirbúnum fyrirspurnartíma á Alþingi í gær, en ráðherra fullyrti að allt sem Helgi sagði hefði verið rangt.
Helgi segir í tilkynningu sem hann sendi á fjölmiðla að Sigmundur Davíð hefði haldið því fram að hann hefði ekki farið með eitt atriði rétt í ræðu sinni um hag heimilanna á Alþingi í gær.
Helgi segir að efnisatriði ræðunnar hafi verið rétt og „staðreyndirnar það sem olli uppnámi Sigmundar“.
Þá segir hann að þegar forsætisráðherra fari fram með slík stóryrði sé nauðsynlegt að greina hvað hann eigi við.
„Með fréttatilkynningu þessari eru listuð upp þau tíu efnisatriði sem fram komu í 2ja mínútna ræðu minni og raktar heimildir og útreikningar að baki hverju og einu. Þá fylgir útskrift ræðu minnar svo allir geta kannað sjálfir hvort efnisatriðin séu rétt tekin upp úr ræðunni, skoðað heimildirnar og farið í gegnum útreikningana til að ganga úr skugga um að hér sé rétt farið með. Þannig getur líka hver fyrir sig metið hvort hér séu staðreyndir sem Sigmundur vill ekki að ég tali um,“ segir Helgi.
Hann vísar til eftirfarandi atriða sem hafi komið fram í ræðu hans í gær
Helgi heldur því fram, að það sé raunar enn minna því samkvæmt tölum Hagstofunnar hafi skuldirnar numið 1.927 milljörðum í árslok 2013. Samkvæmt fjármálaráðuneytinu nemi niðurfærslan 73 milljörðum auk annars kostnaðar og niðurfelling nemi því 3,8% af skuldum heimilanna. http://hagstofa.is/Pages/95?NewsID=10998
Helgi heldur svo áfram að tína til atriði.
Helgi segir, að alls hafi u.þ.b. 69.000 heimili sótt um leiðréttingu: http://www.fjarmalaraduneyti.is/frettir/nr/18423
Hann segir að niðurfærslan nemi 73 milljörðum, auk vaxtakostnaðar næstu ára og sú tala deilt á 69 þúsund heimili geri 1.057.971 kr. að meðaltali á heimili ef allir fá eitthvað.
Hann heldur áfram:
Helgi segir að fyrsta greiðsla af einnar milljón króna verðtryggðu láni til 40 ára hjá Lífeyrissjóði starfsmanna ríkisins sé í dag 3.919 kr. Meðalgreiðsla af sama láni sé 5.633 kr. Sjá reiknivél á heimasíðu LSR, http://www.lsr.is/lan/lanareiknivel/
Þá segir Helgi, að árið 2011 hafi verið greiddir út 19 milljarðar í vaxtabætur og sérstaka vaxtaniðurgreiðslu sem geri 21,3 milljarða á núvirði. Samkvæmt. fjárlagafrumvarpinu 2015 sé gert ráð fyrir að vaxtabætur nemi 7,7 milljörðum kr. eða 13,6 milljörðum minna en 2011.
Að lokum tekur Helgi fram, að það sé auðvitað viðkvæmt fyrir forsætisráðherra að bent sé á að niðurfærslan sé ekki nema 3,8% af skuldum heimilanna. Líka að hærra matarverð og lægri vaxtabætur rýri á móti kjör fólks. Þá ekki síst að þeir 18 milljarðar sem verja eigi úr ríkissjóði á næsta ári til niðurfærslunnar vegi lítið þegar eiginfjárstaða heimilanna hafi styrkst um 638 milljarða frá 2010 til 2013.
„En þótt Sigmundur hræðist umræðu um staðreyndir getur forsætisráðherra ekki leyft sér að hrópa ósannindi um staðreyndir sem bent er á. Enn síður þegar hann hefur ekki bent á eitt, hvað þá öll, atriðin því til stuðnings,“ segir Helgi Hjörvar.