Liðlega 110 færri læknar en 2009

Þórarinn Ingólfsson, formaður FÍH, er heimilislæknir í Heilsugæslunni Efra-Breiðholti. Félagið …
Þórarinn Ingólfsson, formaður FÍH, er heimilislæknir í Heilsugæslunni Efra-Breiðholti. Félagið hefur miklar áhyggjur af frekari fækkun heimilislækna sem annarra sérfræðilækna hér á landi. mbl.is/Júlíus

Félag íslenskra heimilislækna (FÍH) skorar á stjórnvöld að bjarga því sem bjargað verður í heilbrigðiskerfinu og semja við lækna landsins um kjör.

Í greinargerð frá FÍH kemur fram að 330 læknar með lækningaleyfi hafa flutt af landi brott á síðustu fimm árum og tæplega 140 læknar hafa flutt aftur til landsins. Samkvæmt tölum frá Læknafélagi Íslands voru rúmlega 110 færri læknar starfandi hér á landi í ársbyrjun 2014 en árið 2009.

Þórarinn Ingólfsson, formaður FÍH, segir að samkvæmt útreikningum félagsins séu a.m.k. 30 þúsund einstaklingar á höfuðborgarsvæðinu án heimilislæknis. Þeir gætu verið allt að 50 þúsund, að því er fram kemur í umfjöllun um málefni heimilislækna í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert