Lögreglunni í Borgarnesi barst tilkynning um mannlausan bíl við Þyrilsnes í Hvalfirði um klukkan hálfsjö í morgun.
Bíllinn hafði oltið en ökumaður hans er ófundinn.
Hvalfjarðargöngunum var lokað klukkan átta í gærkvöldi og aka því mun fleiri fjörðinn um helgina. Þau verða opnuð aftur klukkan sex á mánudagsmorgun.
Þá var tilkynnt um strætó sem hafði lent í vandræðum og þveraði Hvalfjarðarveg við Hvalstöðina um klukkan ellefu í gærkvöldi. Um er að ræða bifreið sem venjulega fer Hvalfjarðargöngin.
Að sögn lögreglu tókst bílstjóranum að koma bílnum aftur upp á veginn og halda áfram ferð sinni.
Búið að loka Hvalfjarðargöngunum