Sigríður Friðjónsdóttir ríkissaksóknari segir að það séu vissulega vísbendingar um að refsivert brot hafi verið framið þegar kæru Samkeppniseftirlitsins til sérstaks saksóknara á hendur ellefumenningunum hjá Eimskip og Samskipum var lekið til Kastljóss Ríkisútvarpsins.
Blaðamaður sendi ríkissaksóknara svohljóðandi fyrirspurn í gær: „Metur embætti ríkissaksóknara það svo að refsivert brot hafi verið framið þegar trúnaðargögnum, kæru á hendur ellefumenningunum, var lekið til Kastljóss?“
Svar ríkissaksóknara í tölvubréfi var svohljóðandi: „Það eru vissulega vísbendingar um það. Ríkissaksóknari getur hins vegar ekki metið það á þessu stigi hvort refsivert brot hafi verið framið.“