Svigrúm til verðlækkana

Kornskurður við Rouperroux-le-Coquet í Vestur-Frakklandi.
Kornskurður við Rouperroux-le-Coquet í Vestur-Frakklandi. mbl.is/afp

Heimsmarkaðsverð á hrávörum er að lækka og gæti það skapað skilyrði til verðlækkana á ýmsum vörum á Íslandi á næstu vikum. Gangi það eftir mun það auka líkur á að verðbólga verði áfram lítil á Íslandi.

Verð á ýmsum hrávörum hefur ekki verið jafn lágt síðan 2009, eða 2010, og á evrukreppan þátt í því.

Alþjóðabankinn telur góðar líkur á að hrávöruverðið verði lágt lungann af næsta ári. Það er líklegt til að framlengja eitt lengsta tímabil verðstöðugleika á Íslandi á þessari öld, að því er fram kemur í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag. Verðbólgan hefur nú verið undir 2,5% markmiði Seðlabankans samfleytt í 8 mánuði og er þetta skeið orðið það annað lengsta á öldinni.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert