Svigrúm til verðlækkana

Kornskurður við Rouperroux-le-Coquet í Vestur-Frakklandi.
Kornskurður við Rouperroux-le-Coquet í Vestur-Frakklandi. mbl.is/afp

Heims­markaðsverð á hrávör­um er að lækka og gæti það skapað skil­yrði til verðlækk­ana á ýms­um vör­um á Íslandi á næstu vik­um. Gangi það eft­ir mun það auka lík­ur á að verðbólga verði áfram lít­il á Íslandi.

Verð á ýms­um hrávör­um hef­ur ekki verið jafn lágt síðan 2009, eða 2010, og á evrukrepp­an þátt í því.

Alþjóðabank­inn tel­ur góðar lík­ur á að hrávöru­verðið verði lágt lung­ann af næsta ári. Það er lík­legt til að fram­lengja eitt lengsta tíma­bil verðstöðug­leika á Íslandi á þess­ari öld, að því er fram kem­ur í um­fjöll­un um mál þetta í Morg­un­blaðinu í dag. Verðbólg­an hef­ur nú verið und­ir 2,5% mark­miði Seðlabank­ans sam­fleytt í 8 mánuði og er þetta skeið orðið það annað lengsta á öld­inni.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert