Afmæli hjá Agnesi biskupi

Fjölmenni samgladdist frú Agnesi M. Sigurðardóttur, biskupi Íslands, sem nú síðdegis hélt boð í tilefni sextugsafmælis síns sem er í dag, 19. október.

Agnes M. Sigurðardóttir er frá Ísafirði, fædd árið 1954. Prestsvígslu tók hún árið 1981 og var fyrst eftir það meðal annars æskulýðsfulltrúi þjóðkirkjunnar.

Árið 1986 var hún skipuð sóknarprestur á Hvanneyri og var í Borgarfirðinum til 1994, en hún flutti sig til Bolungarvíkur hvar hún þjónaði til ársins 2012, þegar hún var valin biskup Íslands, fyrst kvenna.

Afmælið hélt hún á heimili sínu í embættisbústað biskups í Bergstaðastræti 75 í Reykjavík og var fólk sem starfar á vettvangi þjóðkirkjunnar áberandi í gestahópnum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert