Stormur verður á Norður- og Norðausturlandi á morgun. Reikna má með hvassviðri og snjókomu sem hefst í fyrramálið á Vestfjörðum og flytur sig austar þegar líða fer á daginn.
Færðin verður sérstaklega slæm á norðanverðu landinu þar sem hvassviðri verður mest ásamt slæmu skyggni og hálkublettum.
Fólk er því hvatt til þess að vera ekki á ferðinni að óþörfu.
Hvassviðri verður á höfuðborgarsvæðinu og er þeim sem eru á vanbúnum bílum ráðlagt að vera ekki mikið á ferðinni, sérstaklega ekki á milli landshluta.
Hitastig verður við frostmark og búast má við einhverri snjókomu.
Veðurstofan varar við fólksferðum við fjöll þar sem vindurinn eflist mjög og hætta getur myndast. Á það við landið allt en sérstaklega Norður- og Suðausturland.
Hægt er að fylgjast með veðurspánni á veðurvef mbl.is