Gagnrýna leyfisveitingu

Gríðarmikil uppbygging er áformuð vestan undir Öskjuhlíð, þar sem hlutafélagið …
Gríðarmikil uppbygging er áformuð vestan undir Öskjuhlíð, þar sem hlutafélagið Valsmenn hyggst byggja hátt í 600 íbúðir á svæðinu. Mynd/Hlíðarendabyggð

Valsmenn hf. búast við að fá á næstunni framkvæmdaleyfi til uppbyggingar á svæðinu við Hlíðarenda samfara breyttu deiliskipulagi.

Áformað er að reisa hátt í 600 íbúðir og mun vinna hefjast í kringum áramótin, að sögn Brynjars Harðarsonar, framkvæmdastjóra félagsins.

Fulltrúar minnihlutans í Umhverfis- og skipulagsráði borgarinnar hafa mótmælt þessum áformum og breytingum á deiliskipulagi. Júlíus Vífill Ingvarsson, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, segir að neyðarbraut flugvallarins muni hverfa í kjölfar framkvæmdanna. Í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag segir Guðfinna Jóhanna Guðmundsdóttir, borgarfulltrúi Framsóknar og flugvallarvina, vinnubrögðin einkennileg.

Deilt er um flugbrautina sem liggur frá suðvestri til norðausturs …
Deilt er um flugbrautina sem liggur frá suðvestri til norðausturs og liggur þvert á þá stærri, líkt og sjá má á myndinni. mbl.is/ÞÖK
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert