Valsmenn hf. búast við að fá á næstunni framkvæmdaleyfi til uppbyggingar á svæðinu við Hlíðarenda samfara breyttu deiliskipulagi.
Áformað er að reisa hátt í 600 íbúðir og mun vinna hefjast í kringum áramótin, að sögn Brynjars Harðarsonar, framkvæmdastjóra félagsins.
Fulltrúar minnihlutans í Umhverfis- og skipulagsráði borgarinnar hafa mótmælt þessum áformum og breytingum á deiliskipulagi. Júlíus Vífill Ingvarsson, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, segir að neyðarbraut flugvallarins muni hverfa í kjölfar framkvæmdanna. Í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag segir Guðfinna Jóhanna Guðmundsdóttir, borgarfulltrúi Framsóknar og flugvallarvina, vinnubrögðin einkennileg.