Kjarnaatriði í þeirri vinnu sem nú stendur yfir í ríkisstjórn er að gera allt sem hægt er að gera fyrir haftaafnámskerfið svo ný aðlögun þurfi ekki að eiga sér stað. Þetta sagði Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, á Alþingi í dag. Hann sagði að gjaldeyrishöftin yrðu líklega afnumin í nokkrum skrefum og að leita eigi leiða til að koma í veg fyrir afleiðuviðskipti með gjaldmiðilinn.
Þetta sagði ráðherra í óundirbúnum fyrirspurnartíma þegar Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, spurði hann út í afnám gjaldeyrishafta. Gerði hún að sérstöku umtalsefni orð Gylfa Zoega þess efnis að gjaldeyrishöftin hafi skapað fjárhagslegan stöðugleika.
Katrín benti á að losun hafta getur skapað rými fyrir spákaupmennsku og verulega hættu fyrir almenning í landinu.