Lögbannið ekki komið til framkvæmda

Sýslumaðurinn í Reykjavík hefur ekki enn lagt lögbann á aðgengi viðskiptavina símafyrirtækjanna Vodafone og Hringdu að vefsíðunum Deildu.net og Piratebay í kjölfar niðurstöðu Héraðsdóms Reykjavíkur fyrir viku um að það skyldi gera. Frestur til þess rennur út á miðvikudaginn.

Samkvæmt upplýsingum frá Sýslumanninum í Reykjavík er málið í farvegi innan embættisins og liggur ekki fyrir hvenær lögbannið kemur til framkvæmda. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert