Mannanafnanefnd úrskurðaði í 15 málum þann 3. október síðastliðinn og samþykkti nefndin kvenmannsnafnið Aríela og karlmannsnöfnin Mark, Kamal og Þóri.
Nefndin taldi karlmannsnöfnin Duane, Hector, Sveinnóli, og Karma hinsvegar ekki í samræmi fyrir íslenskar málreglur. Ekki hlaut eiginnafnið Clinton heldur náð fyrir augum hennar en því var hafnað fyrr á árinu sem millinafni.
Kvenmmansnöfnin Lady og Kaia þóttu heldur ekki falla að íslenskri tungu.
Millinöfnunum Huxland, Fletcher og Haugeland var hafnað en nefndin samþykkti beiðni um breytingu á millinafninu Robert í Hróbjartur.
Hér má sjá úrskurði mannanafnanefndar