Óskynsamleg ákvörðun innanríkisráðuneytisins

Um 80% starfsmanna embættisins eru á Ísafirði og í Bolungarvík.
Um 80% starfsmanna embættisins eru á Ísafirði og í Bolungarvík. mbl.is/Sigurður Bogi

Stjórn fulltrúaráðs sjálfstæðisfélaganna í Ísafjarðarbæ mótmælir áformum Innanríkisráðuneytisins um að aðsetur sýslumannsins á Vestfjörðum verði á Patreksfirði. Telur stjórn fulltrúaráðsins eðlilegast að aðsetur embættisins verði í Ísafjarðarbæ þar sem rúmlega 70% íbúa á Vestfjörðum búa í eða í nálægð við sveitarfélagið og þungamiðja starfseminnar er.

Þetta kemur fram í ályktun sem ráðið hefur sent frá sér varðandi fyrirhugaða staðsetningu sýslumanns á Vestfjörðum.

Fram kemur, að það geti ekki talist skynsamlegt að hafa yfirmann embættisins staðsettan á Patreksfirði á meðan 80% starfsmanna embættisins séu á Ísafirði og í Bolungarvík. Norður- og suðursvæði Vestfjarða séu án vegtengingar stóran hluta ársins. Til að komast þá á milli svæða þurfi að ferðast 452 kílómetra. Ferð sem sé tímafrekari en sem nemi akstri á milli Ísafjarðar og Reykjavíkur.

Fulltrúaráðið segir að aðgerð innanríkisráðuneytisins sé líkleg til að veikja embætti sýslumannsins á Vestfjörðum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert