Varhugavert að miða við hin Norðurlöndin

Fram­kvæmda­stjórn Starfs­greina­sam­bands Íslands hef­ur sent frá sér álykt­un þar sem þess er kraf­ist að fyr­ir­hugaðar breyt­ing­ar á um­hverfi fram­halds­skól­anna verði end­ur­skoðaðar enda muni þær bitna af þunga á nem­end­um eldri en 25 ára. Bent er á að ís­lensk­ar aðstæður séu um margt sér­stak­ar og því var­huga­vert að heim­færa stöðu mála á hinum Norður­lönd­un­um upp á Ísland.

„Hér á landi hef­ur ungt fólk haft aðgang að vinnu­markaðnum, ólíkt ná­granna­lönd­un­um, sem ger­ir það að verk­um að oft­ar verður rof í námi. Brott­fall er mikið og ber að vinna gegn því en ekki síður þurfa dyr skól­anna að vera opn­ar fyr­ir end­ur­komu. Sú ald­ursmis­mun­un sem ráðherra boðar með því að hefta end­ur­komu nem­enda yfir 25 ára aldri inn í fram­hals­skól­ana verður til þess að tak­marka mögu­leika fólks til mennt­un­ar og brýt­ur í bága við stefnu um hækk­un mennt­un­arstigs þjóðar­inn­ar. Fækk­un nem­endaí­gilda kem­ur sér­stak­lega illa við fá­menn­ari fram­halds­skóla og kipp­ir jafn­vel grund­vell­in­um und­an skól­um í dreifðari byggðum,“ seg­ir í álykt­un­inni.

Enn­frem­ur kem­ur fram að sú hug­mynd að fólk eldra en 25 ára sæki frek­ar inn í full­orðins­fræðsluna væri meira sann­fær­andi ef fjár­magn í full­orðins­fræðslunn­ar yk­ist í jöfnu hlut­falli. Sú væri hins veg­ar ekki raun­in og hætt­an væri sú að nem­end­ur eldri en 25 ára þurfi að greiða tölu­vert meira fyr­ir nám en áður í gegn­um full­orðins­fræðslu og frum­greina­deild­ir.

„Fram­kvæmda­stjórn Starfs­greina­sam­bands­ins krefst þess að mennta­málaráðherra end­ur­skoði þessa ákvörðun og legg­ist á ár­arn­ar með verka­lýðshreyf­ing­unni að hækka mennt­un­arstig og loki ekki leiðum og mögu­leik­um til þess að svo megi verða. Stönd­um vörð um sveigj­an­leika mennta­kerf­is­ins og mögu­leika allra til auk­inn­ar mennt­un­ar og þar með lífs­gæða.“

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka