16 nemendur reknir vegna drykkju

Verzlunarskóli Íslands.
Verzlunarskóli Íslands. mbl.is/Árni Sæberg

Sextán drengjum á lokaári Verslunarskóla Íslands hefur nú verið vísað  úr skólanum eftir að upp komst að þeir hefðu neytt áfengis í byggingu skólans. 

Að sögn Inga Ólafssonar skólameistara var drengjunum tilkynnt um brottvísunina í morgun og hafa þeir nú yfirgefið skólabygginguna.

Aðspurður um ástæðu brottvísunarinnar segir Ingi að það sé einfaldlega ekki leyfilegt að neyta áfengis innan veggja skólans. Ummerki um drykkjuna voru augljós í nemendakjallara skólans, en drengirnir höfðu setið við drykkju að nóttu til.

„Við sáum hvað gerðist á ummerkjunum í kjallaranum og í öryggismyndavélum,“ segir Ingi. „En nú er framhaldið undir þeim komið, þeir hafa tækifæri til að koma til mín og útskýra málið ef þeir vilja. Fyrr koma þeir ekki aftur í skólann.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert