16 nemendur reknir vegna drykkju

Verzlunarskóli Íslands.
Verzlunarskóli Íslands. mbl.is/Árni Sæberg

Sex­tán drengj­um á loka­ári Versl­un­ar­skóla Íslands hef­ur nú verið vísað  úr skól­an­um eft­ir að upp komst að þeir hefðu neytt áfeng­is í bygg­ingu skól­ans. 

Að sögn Inga Ólafs­son­ar skóla­meist­ara var drengj­un­um til­kynnt um brott­vís­un­ina í morg­un og hafa þeir nú yf­ir­gefið skóla­bygg­ing­una.

Aðspurður um ástæðu brott­vís­un­ar­inn­ar seg­ir Ingi að það sé ein­fald­lega ekki leyfi­legt að neyta áfeng­is inn­an veggja skól­ans. Um­merki um drykkj­una voru aug­ljós í nem­enda­kjall­ara skól­ans, en dreng­irn­ir höfðu setið við drykkju að nóttu til.

„Við sáum hvað gerðist á um­merkj­un­um í kjall­ar­an­um og í ör­ygg­is­mynda­vél­um,“ seg­ir Ingi. „En nú er fram­haldið und­ir þeim komið, þeir hafa tæki­færi til að koma til mín og út­skýra málið ef þeir vilja. Fyrr koma þeir ekki aft­ur í skól­ann.“

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert