Bandaríkin geri hreint fyrir sínum dyrum

Halldór Ásgrímsson, fyrrverandi utanríkisráðherra.
Halldór Ásgrímsson, fyrrverandi utanríkisráðherra. mbl.is/Eyþór Árnason

„Við töld­um enga ástæðu til þess að ef­ast um það sem okk­ar menn voru að gera og fundu þarna. Þess vegna sögðum við frá því. Það var líka stutt áliti frá Dön­um að minnsta kosti og jafn­vel Bret­um líka. þess vegna kom það mjög á óvart þegar Banda­ríkja­menn héldu allt öðru fram. Við höfðum hins veg­ar enga mögu­leika á því að gera neitt meira í þessu.“

Þetta seg­ir Hall­dór Ásgríms­son, fyrr­ver­andi ut­an­rík­is­ráðherra, í sam­tali við mbl.is en margt þykir benda til þess að sinn­epsgas hafi verið í sprengi­kúl­um sem ís­lensk­ir sprengju­sér­fræðing­ar fundu í Írak árið 2003. Banda­ríkja­menn héldu því hins veg­ar fram í kjöl­far rann­sókn­ar að svo hafi ekki verið. Hall­dór var þá ut­an­rík­is­ráðherra. Hann bend­ir á að Saddam Hus­sein, þáver­andi for­seti Íraks, hafi verið bandamaður Banda­ríkj­anna þegar hann háði stríð við Íran á sín­um tíma. Efna­vopn hafi verið notuð í þeim átök­um og þá hafi Hus­sein einnig notað slík vopn gegn eig­in fólki. Þar á meðal Kúr­d­um.

„Þannig að allt þetta var vitað. En það hef­ur sjálfsagt komið illa við kaun­inn á Banda­ríkja­mönn­um að kom­ast að því að efna­vopn sem leynd­ust í Írak væru að minnsta kosti að ein­hverj­um hluta kom­in frá þeim og má vera að þeir hafi viljað hylma yfir það. Mér finnst núna að þeir þurfi að gera hreint fyr­ir sín­um dyr­um og skýra frá því sem þarna hef­ur raun­veru­lega gerst og að menn séu ekki hafðir að fífl­um sem vildu aðstoða við það að finna sprengj­ur sem voru hættu­leg­ar al­menn­um borg­ur­um,“ seg­ir hann og bæt­ir við að hann sé þeirr­ar skoðunar að ís­lensk stjórn­völd ættu að leita skýr­inga á mál­inu.

„Það var vitað mál að Saddam hafði notað efna­vopn. Það gat vart annað verið en að ein­hver efna­vopn væru enn í land­inu. Það var mjög ólík­legt að hon­um hefði tek­ist að fela þau öll eða eyða þeim. En von­andi kem­ur hið sanna í ljós.“

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka