Opinn borgarafundur verður haldinn á Hótel Natura (Loftleiðum) í kvöld. vegna þeirrar stöðu sem upp er komin í málefnum flugvallarins í Vatnsmýri. „Flest bendir til þess að borgaryfirvöld ætli að hunsa með öllu alvarlegar athugasemdir fjölda aðila úr flugrekstri, sjúkraflutningum og flugöryggismálum með því að gefa út framkvæmdaleyfi til verktaka á Hlíðarendasvæðinu,“ segir í tilkynningu frá hópnum Hjartað í Vatnsmýri. Fundurinn hefst kl. 20.
Framsögumenn verða:
Á fundinum munu framsögumenn gera grein fyrir athugasemdum sínum við deiliskipulagið og „útskýra hina válegu stöðu sem upp er komin,“ að því er fram kemur í tilkynningu.