Þessa dagana standa yfir framkvæmdir við lagningu fyrstu alvöru hringakstursbrautar landsins á svæði Kvartmíluklúbbsins í Kapelluhrauni við Hafnarfjörð. Framkvæmdin hefur verið í undirbúningi undanfarin 2-3 ár í samvinnu við Ökuskóla 3 og Ökukennarafélag Íslands.
Ingólfur Arnarson, formaður Kvartmíluklúbbsins, segir að með tilkomu nýju brautarinnar verði félagar klúbbsins ekki jafn háðir veðrinu og þeir eru nú. Að auki verður brautin nýtt við ökukennslu.