Fimm vindmyllur verða líklega knúnar af vindinum í Þykkvabæ áður en langt um líður. Fyrirtækið BioKraft hefur þegar sett upp tvær vindmyllur í Þykkvabæ og er nú í viðræðum við Rangárþing ytra um að fá að setja upp þrjár vindmyllur í viðbót en heildarafl þeirra yrði 9,9 MW.
Sveitarfélagið fagnar fyrirhuguðu áframhaldi verkefnis á nýtingu vindorku. Steingrímur Erlingsson, framkvæmdastjóri BioKraft, segir að Rangárþing ytra hafi tekið þeim vel og aðstæður fyrir vindmyllur þar séu með því besta sem gerist.