Full þörf fyrir vopnaða lögreglu

Wikipedia

„Lögreglan á Íslandi hefur haft yfir að ráða skotvopnum í tugi ára. Það virðist hafa farið fram hjá flestum þingmönnum, jafnvel fyrrverandi ráðherrum sem lögreglumál heyrðu undir sem er auðvitað stórmerkilegt. Er þörf fyrir slík vopn? Já, það er full þörf fyrir þau. Við lifum nefnilega ekki í neinu Disneylandi þó að stjórnarandstaðan haldi svo.“

Þetta sagði Karl Garðarsson, þingmaður Framsóknarflokksins, á Alþingi í dag. Hlutverk lögreglunnar væri ekki eingöngu að mæla umferðarhraða eða hjálpa gömlu fólki yfir götuna. „Við lifum ekki í heimi barnaævintýra þar sem allir eru innst inni vinir þó að einstaka sinnum slettist upp á vinskapinn. Sá heimur sem blasir við okkur árið 2014 er harður. Hann er oft og tíðum grófur og miskunnarlaus og ástandið fer versnandi þó að flest okkar finni ekki fyrir því, sem betur fer.“

Fyrir vikið lenti lögreglan gjarnan í mjög erfiðum aðstæðum þar sem valdbeiting væri nauðsynleg. Til að mynda aðstæðum þar sem skotvopn væru notuð. Þingmaðurinn spurði hvort lögreglan ætti að geta varið óbreytta borgara við slíkar aðstæður og sig sjálfa. Einungis væri tímaspursmál hvenær alvarlegri atvik ættu sér stað þar sem lögreglumenn létu jafnvel lífið við skyldustörf. Spurði hann hvort grundvallaratriðið um nær vopnlausa lögreglu væri svo sterkt að það yfirgnæfði allt annað.

„Í Disneylandi stjórnarandstöðunnar er auðvitað ekki gert ráð fyrir neinum átökum eða vopnum. Þar gerist ekki neitt alvarlegt. Virðulegi forseti. Ég held að bullkvóti ársins hafi verið fylltur í umræðu um þessi mál á þingi í gær. Það er löngu orðið tímabært að hér verði ákveðið „reality check“ eins og sagt er á vondri íslensku.“

Karl Garðarsson alþingismaður.
Karl Garðarsson alþingismaður. mbl.is
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert