Ráðherrar upplýsi Alþingi um vopnin

Katrín Jakobsdóttir, formaður VG.
Katrín Jakobsdóttir, formaður VG. mbl.is/Kristinn

„Mér finnst mjög margt athugavert við þá stjórnarhætti sem hæstvirt ríkisstjórn sýnir í þessu máli. Að sjálfsögðu á að fara fram umræða á lýðræðislegum vettvangi þegar svona ákvörðun um stefnubreytingu er tekin innan lögreglunnar.“

Þetta sagði Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs, á Alþingi í dag vegna umræðu um MP5 hríðskotabyssur sem Norðmenn gáfu íslensku lögreglunni. Hún sagði að ráðherrar ættu að sjálfsögðu að veita upplýsingar um málið og efna til umræðu um það þó ekki þyrfti sérstakar lagaheimildar í þeim efnum. Þingmenn ættu ekki að þurfa að lesa um slíkt í dagblöðum eða fylgjast með fésbókarsíðum til að vita hvað hafi gerst.

„Þessi vinnubrögð eru fyrir neðan allar hellur. Svona ákvarðanir eiga heima hér til umræðu en ekki með þessum hætti.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert