Allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis fundar í hádeginu um fréttir þess efnis að ríkislögreglustjóri hafi fengið 150 vélbyssur að gjöf frá norska hernum og að þeim verði dreift á embætti lögreglunnar víða um land.
Samkvæmt heimildum mbl.is sitja fyrir svörum á fundinum Haraldur Johannessen, ríkislögreglustjóri og Jón F. Bjartmarz, yfirlögregluþjónn hjá ríkislögreglustjóra. Þingmenn stjórnarandstöðunnar fóru fram á fundinn á þingfundi Alþingis í gær.