„Getum ekki stungið höfðinu í sandinn“

Elín Hirst
Elín Hirst mbl.is

„Fremsta skylda stjórn­valda er að verja ör­yggi ís­lenskra borg­ara og það er við stærri ógn­ir að etja en nokkru sinni fyrr því miður,“ sagði Elín Hirst, þingmaður Sjálf­stæðis­flokks­ins á Face­book-síðu sinni í kvöld. „Isis hryðju­verka­sam­tök­in sem ógna heims­firði nú um stund­ir og reyndu að nota­færa sér ís­lenska land­slénið is, en voru stöðvaðir sem bet­ur fer, sýn­ir okk­ur glöggt að Ísland get­ur verið í skotlínu, eins og önn­ur lönd.“

Elín seg­ist hafa viljað að vopna­kaup ís­lensku lög­regl­unn­ar væru rædd op­in­ber­lega fyrst „og ég gagn­rýni það, en við get­um ekki stungið höfðinu í sand­inn.“ 

Þá sagði hún mik­il­vægt að horf­ast í augu við raun­veru­leik­ann, og benti á skotárás­ina í kanadísku borg­inni Ottawa í gær, þar sem skot­um var hleypt af í og við kanadíska þingið. Elín deildi frétt mbl.is þar sem haft er eft­ir Stephen Harper, for­sæt­is­ráðherra lands­ins, að skotárás­in hafi verið fyr­ir­lit­leg­ur at­b­urður. 

Árás­in átti sér stað nokkr­um klukku­stund­um eft­ir að kanadísk stjórn­völd ákváð að hækka viðbúnaðarstig vegna hættu á hryðju­verka­árás í land­inu. Fyrr í þess­um mánuði greindu kanadísk stjórn­völd frá því að þau hyggðust taka þátt í aðgerðum, sem Banda­rík­in leiða, gegn hryðju­verka­sam­tök­un­um Ríki íslam í Írak. Ekki hef­ur feng­ist staðfest að árás­irn­ar teng­ist hryðju­verka­sam­tök­un­um. 

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert