„Getum ekki stungið höfðinu í sandinn“

Elín Hirst
Elín Hirst mbl.is

„Fremsta skylda stjórnvalda er að verja öryggi íslenskra borgara og það er við stærri ógnir að etja en nokkru sinni fyrr því miður,“ sagði Elín Hirst, þingmaður Sjálfstæðisflokksins á Facebook-síðu sinni í kvöld. „Isis hryðjuverkasamtökin sem ógna heimsfirði nú um stundir og reyndu að notafæra sér íslenska landslénið is, en voru stöðvaðir sem betur fer, sýnir okkur glöggt að Ísland getur verið í skotlínu, eins og önnur lönd.“

Elín segist hafa viljað að vopnakaup íslensku lögreglunnar væru rædd opinberlega fyrst „og ég gagnrýni það, en við getum ekki stungið höfðinu í sandinn.“ 

Þá sagði hún mikilvægt að horfast í augu við raunveruleikann, og benti á skotárásina í kanadísku borginni Ottawa í gær, þar sem skotum var hleypt af í og við kanadíska þingið. Elín deildi frétt mbl.is þar sem haft er eftir Stephen Harper, forsætisráðherra landsins, að skotárásin hafi verið fyrirlitlegur atburður. 

Árás­in átti sér stað nokkr­um klukku­stund­um eft­ir að kanadísk stjórn­völd ákváð að hækka viðbúnaðarstig vegna hættu á hryðju­verka­árás í land­inu. Fyrr í þess­um mánuði greindu kanadísk stjórn­völd frá því að þau hyggðust taka þátt í aðgerðum, sem Banda­rík­in leiða, gegn hryðju­verka­sam­tök­un­um Ríki íslam í Írak. Ekki hef­ur feng­ist staðfest að árás­irn­ar teng­ist hryðju­verka­sam­tök­un­um. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert