Skjálftavirkni enn mikil í Bárðarbungu

Enn er mik­il skjálfta­virkni við Bárðarbungu. Frá miðnætti hefur 21 skjálfti yfir 3 á stærð mælst á svæðinu.

Stærsti skjálftinn var af stærðinni 4,8 og mældist kl. 13:07 í dag, 5,9 km suðaustur af Bárðarbungu. Þá mældist skjálfti af stærð 4,5 kl. 09:48 við norðan­verða brún Bárðarbungu­öskj­unn­ar.

Vísindamenn flugu í dag yfir gosstöðvarnar, en ekki sást í gosið vegna lélegs skyggnis. 

Nokkuð hef­ur dregið úr virkni eld­goss­ins í Holu­hrauni, en gasmeng­un er helsta vanda­málið sem gosið skap­ar í dag.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert