Sumar jólavörur þegar uppseldar

Hjörtur Þórðarson hjá Garðlist sést hér skreyta tré við Laufásveg …
Hjörtur Þórðarson hjá Garðlist sést hér skreyta tré við Laufásveg enda eru ekki nema tveir mánuðir til jóla mbl.is/Golli

Þótt um tveir mánuðir séu til jóla eru sumar jólavörur þegar uppseldar í Ikea í Garðabæ. Jólalögin eru samt ekki farin að heyrast á öldum ljósvakans þetta haustið og hlustendur FM957 verða að bíða þar til fyrsta sunnudag í aðventu til að heyra þessi árstíðarbundnu lög.

Verslunarkeðjan Walmart í Bandaríkjunum byrjaði að selja jólavörur í lok september og tæpum mánuði síðar eða fimmtudaginn 16. október sl. hófst sala á jólavarningi hjá Ikea í Garðabæ. Birna Bogadóttir, sölustjóri hjá Ikea, segir að venjan sé að taka upp jólavörurnar um miðjan október og á því hafi ekki orðið breyting í ár.

„Salan hefur gengið mjög vel, jafnvel betur en undanfarin ár,“ segir Birna og telur að helsta ástæðan sé sú að viðskiptavinir séu skipulagðari en áður. „Fagurkerinn í fólki blómstrar líka kannski fyrr en venjulega,“ bætir hún við.

Jólalögin byrja 30. nóvember

Jólalögin eru órjúfanlegur hluti jólanna. Eins og samheitið gefur til kynna eru þau almennt aðeins spiluð í aðdraganda jóla og yfir jólin.

Útvarpsstöðin FM957 hefur sérhæft sig í flutningi jólalaga fyrir jól og hefst útsending fyrsta sunnudag í aðventu, sem er 30. nóvember í ár. Ríkharð Óskar Guðnason, dagskrárstjóri FM957, segir að sú hefð hafi skapast að byrja að spila jólalög fyrsta sunnudag í aðventu. „Við prófuðum einu sinni að byrja að spila jólalög í kringum 20. nóvember og það var ekki leið til vinsælda, okkar hlustendum þótti þetta of snemmt,“ segir hann. Ríkharð leggur áherslu á að ekki megi byrja of snemma og reynslan sýni að fyrsti sunnudagur í aðventu sé rétti tíminn. Hann bætir við að venjan sé að fara rólega af stað og auka síðan keyrsluna eftir því sem nær dragi jólum. „Síðustu vikuna fyrir jól erum við nánast eingöngu í jólalögum,“ segir hann.

Verslanir eru byrjaðar að stilla upp jólavöru en tveir mánuðir …
Verslanir eru byrjaðar að stilla upp jólavöru en tveir mánuðir eru til jóla mbl.is/Golli
Jólavörur á leið upp í hillu
Jólavörur á leið upp í hillu mbl.is/Golli
Jólin nálgast að minnsta kosti í verslunum
Jólin nálgast að minnsta kosti í verslunum mbl.is/Golli
Hjörtur Þórðarson hjá Garðlist sést hér skreyta tré við Laufásveg …
Hjörtur Þórðarson hjá Garðlist sést hér skreyta tré við Laufásveg enda eru ekki nema tveir mánuðir til jóla mbl.is/Golli
Verslanir eru byrjaðar að stilla upp jólavöru en tveir mánuðir …
Verslanir eru byrjaðar að stilla upp jólavöru en tveir mánuðir eru til jóla mbl.is/Golli
Jólavörur á leið upp í hillu
Jólavörur á leið upp í hillu mbl.is/Golli
Jólin nálgast að minnsta kosti í verslunum
Jólin nálgast að minnsta kosti í verslunum mbl.is/Golli
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert