Lagt hald á 44 skammbyssur frá 2007

Haldlögð vopn á höfuðborgarsvæðinu 2007-2014.
Haldlögð vopn á höfuðborgarsvæðinu 2007-2014.

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur lagt hald á 44 skammbyssur og 18 loftskammbyssur frá árinu 2007. Þetta kemur fram í tölfræði frá upplýsinga- og áætlanagerð lögreglunnar. Einnig hefur verið lagt hald á 213 haglabyssur og 136 rifla á sama tíma.

Í ljósi umræðunnar um vopnavæðingu íslenskra lögregluembætta óskaði mbl.is eftir upplýsingum um skotvopn sem lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur lagt hald á frá árinu 2007. Um er að ræða skotvopn sem skráð eru inn í kerfi lögreglu og hafa verið flokkuð sem haldlögð.

Taka ber fram að vopn eru hald er lagt á af ýmsum aðstæðum, t.d. vegna þess að þeim hefur verið stolið með það að markmiði að selja þau og vegna þess að þau finnast. Ekki er því hægt að fullyrða að lögreglumönnum hafi verið ógnað með nefndum skotvopnum.

Þá ber að hafa í huga að huga að um er að ræða fjölda vopna sem hald hefur verið lagt á ekki fjölda mála þannig að vera má að í einu máli séu tekin fleiri en ein byssa. Þá ber að nefna að hér er aðeins um að ræða skotvopn en einnig er lagt hald á töluvert magn skotfæra og annarra hluta er tengjast vopnum. Þá er einnig lagt hald á mikið af hnífum og öðrum vopnum á hverju ári.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert