Um 30 jarðskjálftar, sem eru þrír að stærð eða meira, hafa mælst við Bárðarbungu í dag. Stærsti skjálftinn varð kl. 10:20 árdegis, en hann var 4,8 að stærð. Eldgosið í Holuhrauni heldur áfram með svipuðum hætti og verið hefur undanfarnar vikur. Hraunið er nú orðið 63 ferkílómetrar.
Fram kom á fundi vísindamannaráðs í morgun að jarðskjálftavirkni í Bárðarbungunni héldi áfram að vera mikil. Hátt í 200 skjálftar hafa mælst í öskjunni síðustu tvo daga.
GPS stöðin í öskju Bárðarbungu sýnir að sigið heldur áfram með svipuðum hraða og verið hefur undanfarnar vikur.
Aðfaranótt laugardags og á laugardagsmorgun eru líkur á gasmengun á austurhelmingi landsins. Síðan fer mengunin að berast til vesturs og þegar kemur fram á daginn gæti orðið vart við mengun um tíma víða á vesturhelmingi landsins. Spána má sjá áwww.vedur.is/vedur/spar/textaspar/oskufok/ Einnig má sjá gagnvirkt kort af gasdreifingu á síðunni www.vedur.is/vedur/spar/gasdreifing.
Þrír möguleikar eru áfram taldir líklegastir um framvindu: