Kannast ekki við breytta stefnu Rússa

Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra.
Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra. mbl.is/Kristinn Ingvarsson

„Við höfum ekki neinar upplýsingar um það,“ sagði Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra við fjölmiðla í dag eftir að hann hafði setið ríkisstjórnarfund spurður um það hvort hann vissi til þess að Rússar hefðu í hyggju að bæta Íslendingum í hóp þeirra þjóða sem þeir hafi gripið til viðskiptaþvingana gagnvart vegna málefna Úkraínu.

Ráðherrann sagði vel fylgst með þeim málum í utanríkisráðuneytinu en engar upplýsingar hefðu  hins vegar borist um neina stefnubreytingu í þeim efnum af hálfu Rússa. „Ekki orð.“ Rússar gripu fyrr á árinu til viðskiptaþvingana gagnvart Bandaríkjunum, ríkjum Evrópusambandsins og fleiri ríkjum sem svar við viðskiptaþvingunum ríkjanna gagnvart Rússlandi. Engu að síður hafa íslensk stjórnvöld lýst yfir stuðningi við viðskiptaþvinganir þessara ríkja.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert