Mótmæla hríðskotabyssum með vatnsbyssum

Hópur fólks hefur safnast saman við lögreglustöðina við Hverfisgötur í Reykjavík til að mótmæla vopnaburði lögreglunnar. Mótmælendur voru hvattir til að mæta með vatnsbyssur og það hafa margir gert.

Efnt var til mótmælana í kjölfar fréttaflutnings af því að lögreglan hafi fengið um 150 hríðskotabyssur. Rúmlega 100 mótmælendur eru á svæðinu. Þau hafa að mestu farið friðsamlega fram, en einn hefur verið handtekinn.

„Þeim sem vilja taka þátt er boðið í mótmæli vegna undirferlis ríkisvalds og vopnun allrar lögreglu sem fá Glock 17 og MP5 gegn borgurum þessa lands.

Þennan dag ætlum við að mæta fyrir utan Lögreglustöðina á Hverfisgötu vopnuð vatnsblöðrum, sápukúlum og vatnsbyssum af ýmsum stærðum og gerðum. Endilega mætið með sem kraftmestar byssur svo við getum dritað almennilega á þá,“ segir á facebooksíðu hópsins sem var stofnaður í kringum mótmælin. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka