Rauðrefur á Þingvöllum?

Rauðrefur
Rauðrefur

Reyn­ir Berg­sveins­son, tófu- og minka­bani, hef­ur und­an­far­in fjög­ur ár orðið var við spor eft­ir óvenju­stór­an ref á Þing­völl­um. Hann tel­ur að þar geti annaðhvort verið rauðref­ur eða silf­ur­ref­ur á ferð.

„Íslenska tóf­an val­hopp­ar í öll­um aðal­atriðum en þessi tölt­ir. Þetta er svo stórt dýr að spor­in eru miklu stærri en eft­ir tófu og göngulagið er greini­lega annað,“ sagði Reyn­ir „Ég tel að þetta sé alls ekki ís­lensk­ur ref­ur. Af þeim þúsund tóf­um sem ég hef skotið á 60 árum voru þrjár svo af­burða stór­ar að ég líkti þeim við ný­fædd­an kálf! Þær gætu hafa verið 5-8 kíló. Ég legg mest upp úr göngulag­inu. Þessi ref­ur geng­ur í beina línu og er jafnt bil á milli spora í allri slóðinni. Hann val­hopp­ar ekki.“

Reyni grun­ar að ein­hver hafi smyglað rauðref til lands­ins og sleppt hon­um. Hann minnti á að 2012 hefði verið smyglað hingað lif­andi merði með Nor­rænu og dýrið kom­ist alla leið á höfuðborg­ar­svæðið.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert