Skýrsla innkölluð vegna mistaka

Frá mótmælum á Austurvelli í kjölfar fjármálahrunsins.
Frá mótmælum á Austurvelli í kjölfar fjármálahrunsins. mbl.is/Ómar

Lög­regl­an á höfuðborg­ar­svæðinu hef­ur innkallað þrjú ein­tök af skýrslu sem nefn­ist „Sam­t­an­tekt á skipu­lagi lög­reglu við mót­mæl­in 2008 til 2011“sem af­hent voru fjöl­miðlum í dag, þar sem greina mátti texta sem búið var að sverta í skýrsl­unni. 

Lög­regl­an seg­ir í til­kynn­ingu, að úr­sk­urðar­nefnd um upp­lýs­inga­mál hafi kveðið upp úr­sk­urð í fram­haldi af kröfu ein­stak­lings um að lög­reglu bæri að af­henda „Sam­an­tekt á skipu­lagi lög­reglu við mót­mæl­in 2008 til 2011“. Í úr­sk­urði sé kom­ist að þeirri  niður­stöðu að lög­reglu beri að láta af hendi sam­an­tekt­ina þó með þeim fyr­ir­vara að afmá skuli úr texta til­tekn­ar upp­lýs­ing­ar.

„Lög­regla af­henti þrjú ein­tök eft­ir að búið var að sverta um­rædda texta í tölvu­tæku ein­taki áður en sam­an­tekt­in var fjöl­földuð til af­hend­ing­ar. Í kjöl­far af­hend­ing­ar bár­ust upp­lýs­ing­ar frá þeim sem höfðu fengið ein­tak að und­ir sterku ljósi mætti eigi að síður greina text­ann. Þá þegar voru gerðar ráðstaf­an­ir til þess að  út­búa nýtt ein­tak þar sem tryggt var að texti væri afmáður og ný af­rit  af­hent. Þau af­rit sem ekki upp­fylltu það skil­yrði að afmá texta með trygg­um hætti verða  inn­kölluð. Þessi mis­tök eru hörmuð og jafn­framt lögð áhersla á að úr­sk­urður úr­sk­urðar­nefnd­ar­inn­ar um að halda ákveðnum til­vitnuðum upp­lýs­ing­um leynd­um, er bind­andi fyr­ir þá sem fá af­rit sam­an­tekt­ar­inn­ar af­hent­ar. Fjöl­miðlum er þakkaður heiðarleiki og trúnaður við niður­stöðu úr­sk­urðar­nefnd­ar um upp­lýs­inga­mál.“

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert