„Vinnur gegn jafnrétti til náms“

Frá 41. þingi ASÍ í dag.
Frá 41. þingi ASÍ í dag. Ómar Óskarsson

Þingfulltrúar Alþýðusambands Íslands hafa krafist þess að menntamálaráðherra endurskoði fyrirhugaðar breytingar á framhaldsskólakerfinu, meðal annars með fækkun á nemendaígildum. Þetta kom fram í ályktun 41. þings ASÍ um menntamál. „Boðaðar breytingar ganga þvert á yfirlýsta stefnu stjórnvalda um að fjölga þeim sem lokið hafa framhaldsskólamenntun á vinnumarkaði og vinnur gegn jafnrétti til náms,“ segir í ályktuninni.

41. þing Alþýðusambands Íslands mótmælir harðlega þeim niðurskurði sem stjórnvöld boða í framhaldsskólakerfinu m.a. með fækkun á nemendaígildum og aldursmismunun sem takmarkar mjög aðgengi þeirra sem orðnir eru 25 ára að framhaldsskólanum. Þessi stefna
bitnar hart á þeim sem hafa hvað minnsta menntun, fækkar tækifærum þeirra og eykur
kostnað nemenda til muna.

Þá segir að tækifæri til menntunar sé grundvöllur að virkri þátttöku á vinnumarkaði og í samfélaginu. „Aðgengi allra að menntun er eitt öflugasta tæki sem við höfum til að auka jöfnuð og tryggja félagslega aðlögun.“

Á 41. þingi ASÍ fór umsvifamikil málefnavinna fram í mörgum hópum þar sem notast var við svokallað þjóðfundarfyrirkomulag. Þar voru þrjú megin þemu þingsins öll undir, þ.e. velferðin, kjaramál og áskoranir á íslenskum vinnumarkaði. Á lokadegi þingsins var málefnavinnan dregin saman í ályktanir sem lagðar voru fyrir þingfulltrúa. 

Hér má sjá ályktunina í heild.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert