Fornar hleðslur undir Kóngsvegi á Þingvöllum

mynd/Einar Sæmundsen

Þegar framkvæmdir hófust við endurbætur á Kóngsvegi á Þingvöllum í vikunni komu strax í ljós hleðslur undir malbikinu. Eiga þær líklega rætur sínar að rekja til gamla Konungsvegarins frá 1907 og flokkast því undir fornminjar.

„Það má alltaf búast við því að eitthvað óvænt komi upp á Þingvöllum,“ segir Einar Sæmundsen, fræðslufulltrúi Þjóðgarðsins á Þingvöllum, um fundinn og telur hann það gera framkvæmdirnar meira spennandi.

Segir hann fornleifafræðing fylgjast grannt með framvindu verksins en ljóst sé að endurskoða þurfi hönnunina þannig að hleðslurnar fái að njóta sín. „Þetta tefur verkið án þess þó að nokkur skaði sé af,“ segir Einar að lokum en telur að næstu skref verði ljós á komandi dögum. laufey@mbl.is

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert