Kirkjuþing sett í Grensáskirkju

Kirkjuþing var sett í morgun klukkan 9 í Grensáskirkju. Magnús E. Kristjánsson, forseti kirkjuþings, Hanna Birna Kristjánsdóttir, innanríkisráðherra og Agnes M. Sigurðardóttir, biskup Íslands fluttu ávarp við þingsetninguna. 

Fyrir þinginu liggja 29 mál. Á meðal þess sem rætt verður eru tillögur um skipulag þjónustu kirkjunnar og prestsþjónustunnar í landinu, fjármál þjóðkirkjunnar, drög að frumvarpi til nýrra þjóðkirkjulaga og endurskoðuð jafnréttisáætlun þjóðkirkjunnar. 

Auk þess liggja fyrir tillögur um stefnumótun í samkirkjumálum og breytingar á starfsreglum um kirkjutónlistarmál. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert