Segja að búið hafi ekki verið eignalaust

Tryggvagata 18 er iðulega kölluð Svarta perlan.
Tryggvagata 18 er iðulega kölluð Svarta perlan. mbl.is/Árni Sæberg

Hvorki Karl Steingrímsson (Kalli í Pelsinum) né lögmaður hans, Jón Þór Ólason, kannast við að Eignamiðjan ehf., félag sem var í eigu Karls, hafi verið eignalaus þegar búið var tekið til gjaldþrotaskipta, auk þess telja þeir að lýstar kröfur hljóti að eiga vera mun lægri en þeir 2,46 milljarðar króna sem lýst er í Lögbirtingablaðinu.

Héraðsdómur Reykjavíkur úrskurðaði hinn 7. janúar 2011 að Eignamiðjan ehf. fasteignafélag í eigu Karls Steingrímssonar, skyldi tekið til gjaldþrotaskipta. Sama dag var Ástráður Haraldsson hrl. skipaður skiptastjóri í þrotabúinu.

Ástráður birti svohljóðandi tilkynningu um skiptalok í Lögbirtingablaðinu 22. október sl.: „Engar eignir fundust í búinu og var skiptum í því lokið 16. október 2014... án þess að greiðsla fengist upp í lýstar kröfur, auk áfallinna vaxta og kostnaðar eftir úrskurðardag gjaldþrotaskipta.“ Fram kemur að lýstar kröfur eru upp á 2,46 milljarða króna.

Ástráður staðfesti í samtali við Morgunblaðið í gær að eignir hefðu verið í búinu þegar það var tekið til gjaldþrotaskipta, en sagðist hvorki mega né geta upplýst um hversu mikið hefði fengist greitt upp í kröfur.

Svarta perlan í eigu félagsins

„Það liggur fyrir að Tryggvagata 18, sem iðulega hefur gengið undir nafninu „Svarta perlan“ var eign Eignamiðjunnar í janúar 2011 og fleiri eignir einnig,“ sagði Jón Þór í samtali við Morgunblaðið.

Jón Þór segir að Svarta perlan hafi verið keypt út úr þrotabúinu af öðru félagi í eigu Karls Steingrímssonar, fyrir tæpan milljarð króna. Það félag hafi átt hæsta tilboðið í eignina. Þeir fjármunir hafi runnið beint til kröfuhafa, Arion banka og Stafa lífeyrissjóðs, sem voru veðkröfuhafar fasteignarinnar og námu veðréttir um 1,3 milljörðum króna. Karl hafi við kaupin af þrotabúinu á Tryggvagötu 18 tekið yfir að hluta lánin frá Stöfum lífeyrissjóði og síðar greitt þau upp.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert