Engin töfralausn til fyrir heilsuna

Tim Caulfield prófessor.
Tim Caulfield prófessor. mbl.is/Árni Sæberg

kanadíski Laga­pró­fess­or­inn Timot­hy Caulfield hef­ur al­farið snúið sér að lýðheils­u­rann­sókn­um. Hann var stadd­ur í Há­skóla Íslands á dög­un­um þar sem hann ræddi gagn­semi erfðaprófa og birt­ing­ar­mynd þeirra í dæg­ur­menn­ingu og fjöl­miðlum. Hann tel­ur lík­legt að vænt­ing­ar til nota­gild­is slíkra prófa hafi verið of mikl­ar. 

Ekki er ýkja langt síðan erfðamengi manns­ins var raðgreint en raðgrein­ingu þess lauk í apríl árið 2003. Vænt­ing­ar jafnt al­menn­ings sem vís­inda­sam­fé­lags­ins til margþætts nota­gild­is þekk­ing­ar­inn­ar voru gríðarleg­ar. Marg­ir sáu jafn­vel fyr­ir sér að svo snemma sem árið 2010 byggi hver heim­il­is­lækn­ir yfir tækni og þekk­ingu til að veita öll­um sjúk­ling­um sín­um ein­stak­lings­miðaða lækn­isþjón­ustu byggða á erfðamengi hvers og eins. Sem flest­um er kunn­ugt hef­ur þetta þó ekki enn orðið raun­in. Áhuga­söm­um hef­ur hins veg­ar síðustu ár staðið til boða að leita til fyr­ir­tækja sem bjóða ein­stak­ling­um upp á raðgrein­ingu erfðameng­is með það í huga að meta hvort viðkom­andi eigi meira eða minna á hættu en meðalmaður­inn að þróa með sér hina ýmsu al­gengu sjúk­dóma, s.s. Alzheimers, MS, ýms­ar teg­und­ir krabba­meins og hjarta- æðasjúk­dóma. Svör við slík­um erfðapróf­um eru vana­lega gef­in í lík­um og pró­sent­um og er til­gang­ur­inn sá að þeir ein­stak­ling­ar sem kom­ast að því að þeir séu í áhættu­hópi fyr­ir til­tekna sjúk­dóma, end­ur­skoði lifnaðar­hætti sína í sam­ræmi við það og geti þannig með fyr­ir­byggj­andi aðgerðum minnkað lík­ur á því að grein­ast með þá sjúk­dóma. Erfðapróf sem þessi hafa þó sætt gagn­rýni fyr­ir ýms­ar sak­ir.

Timot­hy Caulfield, sem hef­ur sér­hæft sig í lýðheilsu og lífsiðfræði og er pró­fess­or við laga­deild há­skól­ans í Al­berta í Kan­ada, var stadd­ur hér­lend­is ný­lega og flutti opið er­indi á veg­um Siðfræðistofn­un­ar um erfðapróf og ein­stak­lings­miðaða heil­brigðisþjón­ustu. Fyr­ir­lest­ur­inn nefnd­ist „Is Per­sona­lized Medic­ine Really the Answer? Mapp­ing the Be­nef­its and Lim­its of Us­ing Genetic Test­ing to Improve Your Health“ og miðaði að því að at­huga raun­veru­lega gagn­semi erfðaprófa í nú­tíma­lækn­is­fræði. Í fyr­ir­lestr­in­um fór Caulfield yfir birt­ing­ar­mynd há­tækniaðferða líkt og erfðaprófa í dæg­ur­menn­ingu og fjöl­miðlum og snerti á því að lík­lega hefðu vænt­ing­ar til nota­gild­is erfðaprófa verið alltof mikl­ar. Þetta er sér í lagi at­hug­un­ar­vert þegar haft er í huga að niður­stöður erfðaprófa hafa ekki reynst hafa sér­stakt for­spár­gildi hvað varðar al­genga sjúk­dóma, líkt og hjarta- og æðasjúk­dóma og krabba­mein, en á þeim vett­vangi voru próf­un­um ein­mitt ætlaðir stór­ir sigr­ar.

Hvernig kom það til að pró­fess­or í lög­fræði fór að velta fyr­ir sér lýðheilsu?

„Ef satt skal segja þá lít ég varla leng­ur á mig sem lög­fræðing, held­ur þverfag­leg­an rann­sak­anda. Ég er hepp­inn að því leyti að ég er með mjög gott þverfag­legt teymi sem vinn­ur með mér að rann­sókn­um, því sum­ar rann­sókn­irn­ar eru þess eðlis að ég hefði ekki kunn­átt­una sem þyrfti til að standa að þeim einn. Ég hóf fer­il­inn inn­an há­skóla­sam­fé­lags­ins sem mun hefðbundn­ari laga­pró­fess­or en fór síðan að velta fyr­ir mér vanda­mál­um er tengj­ast stefnu í heil­brigðismál­um og at­huga hvaða þekk­ing þarf að vera til staðar í sam­fé­lag­inu til að leysa slík vanda­mál. Þannig leidd­ist ég inn á þessa braut og ég er mjög ánægður með það í dag. Ég hef líka fundið fyr­ir því að það get­ur hjálpað til að standa utan við það sem ég er að rann­saka hverju sinni. Ég horfi á vanda­mál og gögn úr fjar­lægð og það gef­ur mér annað sjón­ar­horn held­ur en þeirra sem lifa og hrær­ast í fag­inu dags­dag­lega. Ég lít t.d. allt öðrum aug­um á erfðapróf og mögu­lega gagn­semi þeirra og tak­mark­an­ir en erfðafræðing­ur myndi gera.“

Kom­in langt frá kjarn­an­um

Þú skrifaðir bók.

„Já, það er rétt, ég skrifaði bók­ina The Cure for Everything! sem ætluð er al­menn­ingi. Bók­in er sér­stök að því leyti að ég prófaði að haga mín­um eig­in lífs­stíl eft­ir því sem ég var að skrifa um. Þannig að ég prófaði alla kúr­ana, gerði all­ar æf­ing­arn­ar og ferðaðist meira að segja til Hollywood til að þjálfa með einkaþjálf­ara stjarn­anna. Hug­mynd­in með bók­inni var að kom­ast að sann­leik­an­um hvað varðar all­ar þær skrýtnu hug­mynd­ir um heilsu og heil­brigði sem dynja á okk­ur dag­lega, allt frá há­tækni­lausn­um til und­ar­legra megr­un­ar­kúra. Næsta bók eft­ir mig mun síðan koma út í janú­ar og... ég ef­ast um að þú trú­ir titl­in­um en ég segi þér hann engu að síður. Bók­in á að heita „Is Gwyneth Paltrow wrong about everything“ (í: Hef­ur Gwyneth Paltrow rangt fyr­ir sér varðandi allt?) og fjall­ar um áhrif dæg­ur­menn­ing­ar á hug­mynd­ir fólks um heilsu og það sem er heil­brigt. Ég talaði við lækni Gwyneth Paltrow, prófaði mataræðið henn­ar og gerði ým­is­legt fleira til að reyna að sjá lýðheilsu í gegn­um glugga dæg­ur­menn­ing­ar­inn­ar. Þannig að í báðum þess­um bók­um er ég að reyna að taka eins marga vinkla til greina og ég get og finna nýj­ar leiðir til að segja al­menn­ingi hvað vís­ind­in eru í raun að segja okk­ur um mál­efni eins og heil­brigði. Mér finnst við sem sam­fé­lag nefni­lega oft kom­in mjög langt frá kjarna máls­ins þegar kem­ur að heilsu. Þetta er ein­falt, heilsa snýst um hreyf­ingu, gott mataræði, að sleppa reyk­ing­um og drekka í hófi. Það er eng­in töfra­lausn.“

Þessi grein birt­ist
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Þessi grein birt­ist
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert