Sól framundan á Suðurlandi

Grasið slegið á hringtorgi í haustblíðunni við Hádegismóa.
Grasið slegið á hringtorgi í haustblíðunni við Hádegismóa. mbl.is/Þórður Arnar Þórðarson

Tveir sól­rík­ir dag­ar eru í vænd­um á Suður­landi sam­kvæmt spá Veður­stofu Íslands. Kuld­inn er þó skoll­inn á um land allt og verður hit­inn rétt í kring­um frost­mark um allt land. Um miðja viku virðist blíðviðrið fær­ast norðar og Norður­land fær að njóta sól­ar­inn­ar um skeið. 

Á morg­un verður létt­skýjað eða heiðskírt á Suður­landi og hit­inn rétt yfir frost­marki. Á Norður­landi verður skýjað og snjór eða rign­ing á köfl­um, en það ræðst af hita­stig­inu hvernig úr­kom­an verður því hita­stigið verður í kring­um núll gráður. 

Á þriðju­dag­inn fer sól­in að teygja sig vest­ar og hálf- eða létt­skýjað verður á Vest­ur­landi. Áfram verður þó úr­koma á Norður og Norðaust­ur­landi og hálf­skýjað víða á Suður­landi. 

Á miðviku­dag verður skýjað á Suður­landi en hálf- eða létt­skýjað á Norður- og Norðaust­ur­landi áður en ský­in fær­ast yfir allt land á fimmtu­dag. 

Sjá veður­spána á veður­vef mbl.is

Veðrið á hádegi þann 27. október.
Veðrið á há­degi þann 27. októ­ber. Veður­vef­ur mbl.is
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert