Ljóðabókin Tíminn og vatnið eftir Stein Steinarr er meðal þeirra 305 bóka sem boðnar eru upp á vefnum uppbod.is, en bók þessi var á sínum tíma prentuð í tvö hundruð tölusettum eintökum. Það eintak sem hér um ræðir er hið 63. í röðinni og er það áritað af höfundi. Á uppboðssíðunni segir að um sé að ræða „gott eintak í vönduðu brúnu skinnbandi“.
Á uppboðinu má einnig finna verk eftir höfundana Hannes Pétursson, Þorstein frá Hamri, Kristján frá Djúpalæk, Steinunni Sigurðardóttur, Jón frá Pálmholti, Vilborgu Dagbjartsdóttur og Einar Braga.