Aukinn áhugi á ferðum til Vesturheims

Stórt samfélag Íslendinga er í Gimli. Mynd úr safni.
Stórt samfélag Íslendinga er í Gimli. Mynd úr safni. Árni Sæberg

„Við höf­um svo sann­ar­lega fundið fyr­ir aukn­um áhuga. Áhug­inn á svona ferðum er alltaf mik­ill en það er eins og þess­ir þætt­ir hafi ýtt hressi­lega við hon­um,“ seg­ir Jón­as Þór, far­ar­stjóri og skipu­leggj­andi hjá Bænda­ferðum, aðspurður um auk­inn áhuga á ferðum á slóðir Vest­ur-Íslend­inga eft­ir að þætti Eg­ils Helga­son­ar, Vest­urfar­ar, voru sýnd­ir á RÚV.

Í þátt­un­um hef­ur Eg­ill farið til staða í Banda­ríkj­un­um og Kan­ada og rekið þar sög­ur Vest­ur-Íslend­inga og tekið viðtöl við af­kom­end­ur þeirra. Jón­as Þór seg­ir að þætt­irn­ir séu góðir og veki áhuga fólks enn frek­ar á þess­um svæðum.

„Það hafa marg­ir haft sam­band og þá sér­stak­lega fé­laga­sam­tök, rótarý­klúbb­ar, sauma­klúbb­ar og kór­ar. Fólk nefn­ir þætt­ina sér­stak­lega og seg­ir að þeir hafi ýtt við sér,“ seg­ir Jón­as. 

Bænda­ferðir hafa boðið upp á ferðir til Vest­ur­heims í fjölda mörg ár og Jón­as fagn­ar auk­inni umræðu um þessi sam­fé­lög. 

„Þetta voru góðir þætt­ir. Það sem mér fannst t.d. gott hjá hon­um Agli var að hann fór al­veg vest­ur að Kyrra­hafi sýndi fólki að Íslend­ing­ar sett­ust að víðar en í Manitoba. Ég hef verið í þessu í mörg ár og farið með fleiri þúsund­ir manns á þess­ar slóðir,“ seg­ir Jón­as Þór.

Aðspurður um hvað það sé sem heill­ar fólk í þess­um ferðum seg­ir Jón­as Þór það vera þessi ákveðni heim­ur sem fólk kemst í. 

„Fólk er ekki að fara að skoða lands­lag eða bygg­ing­ar, forn­ar kirkj­ur eða hall­ir held­ur er það mann­lífið og þessi heim­ur af­kom­enda vest­urfar­anna sem fólkið vill kynn­ast. Það er aðeins ein leið til þess og hún er að fara í þessa ferð og dvelja eitt­hvað meðal þessa fólks.“

Eg­ill fer með vest­urfara í ág­úst

Ingi­björg Ey­steins­dótt­ir, fram­leiðslu­stjóri Úrval Útsýn tek­ur í sama streng og Jón­as Þór en ferðaskrif­stof­an er nú að skipu­leggja ferð til vest­ur­heims næsta sum­ar þar sem Eg­ill Helga­son sjálf­ur er far­ar­stjóri.

„Við höfðum sam­band við Egil fyr­ir um mánuði síðan. Það sást bara um leið og þætt­irn­ir fóru í sýn­ingu að áhug­inn á ferðum þangað jókst al­veg gíf­ur­lega. Við sett­um upp ferð sem við ætl­um að fara í ág­úst á næsta ári, erum að leggja loka­hönd­ina á skipu­lagið og verðið,“ seg­ir Ingi­björg.

Ákveðið var þó að hefja aug­lýs­ing­ar á ferðinni núna um helg­ina og að sögn Ingi­bjarg­ar hafa viðbrögðin ekki látið á sér standa. 

„Það hrann­ast inn eft­ir­spurn­ir fólk sem hef­ur áhuga og vill fá að vita hvenær þetta fer í sölu. Sum­ir vilja bara bóka án þess að vita einu sinni hvað ferðin kost­ar,“ seg­ir Ingi­björg. „Það virðist hafa orðið ein­hver vakn­ing á áhuga um að fræðast um þessa staði og fá að vita hvernig þetta var.“

Í ferðinni verður farið á alla sömu staðina og í þátt­um Eg­ils. Flogið er til Minn­ea­pol­is og þaðan farið til Norður-Dakóta, Gimli og Winnipeg. Jafn­framt verður flogið þaðan til Vancou­ver á vest­ur­strönd Kan­ada og skoðaðar slóðir Vest­ur Íslend­inga þar. 

Að sögn Ingi­bjarg­ar hef­ur verið vin­sælt í gegn­um árin meðal kóra að fara á slóðir Vest­ur Íslend­inga hún man ekki eft­ir al­menn­um áhuga eins og þess­um. 

Ekki er búið að ákveða hversu mörg sæti verða í ferðinni á næsta ári. Ingi­björg tel­ur þó lík­legt að það munu færri kom­ast að en vilja. „Miðað við áhug­ann tel ég lík­legt að ekki all­ir fái að koma með. En við erum með tak­markaðan sæta­fjölda svo að all­ir gæti notið sín í ferðinni.

Aðspurður hvort að Eg­ill sé ekki spennt­ur seg­ir Ingi­björg svo vera. „Eg­ill er mjög spennt­ur og al­menni­leg­ur í sam­bandi við þetta allt sam­an. Hann á eft­ir að gera þetta mjög vel.“

Egill Helgason stýrði þættinum Vesturheimur á RÚV.
Eg­ill Helga­son stýrði þætt­in­um Vest­ur­heim­ur á RÚV. mbl.is/​Stein­ar
mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert