Ísland er í fyrsta sæti á lista World Economic Forum líkt og undanfarin ár en þetta er sjötta árið í röð sem Ísland skipar fyrsta sætið. Finnland er í öðru sæti, Noregur er í því þriðja og Svíþjóð fjórða. Danmörk er í fimmta sæti listans.
Jafnrétti kynjanna er skoðað í 136 löndum og eru það fjögur atriði sem eru höfð til hliðsjónar. Stjórnmálaþátttaka, efnahagsleg, heilsa og menntun.