Garðfuglarnir taldir

Vetrarfuglarnir sækja í fóður sem þeim er gefið.
Vetrarfuglarnir sækja í fóður sem þeim er gefið. Ljósmynd/Jóhann Óli Hilmarsson

„Það hef­ur komið á óvart hve marg­ar teg­und­ir heim­sækja garða að vetri. Það hafa sést yfir 80 fugla­teg­und­ir í görðum hjá at­hug­end­um,“ sagði Ólaf­ur Ein­ars­son líf­fræðing­ur.

Um er að ræða bæði staðbundna fugla, far­fugla og einnig flæk­ings­fugla. Einn vet­ur­inn voru t.d. ugl­ur áber­andi, að því er fram kem­ur í um­fjöll­un um mál þetta í Morg­un­blaðinu í dag.

Árleg garðfugla­könn­un Fugla­vernd­ar hófst 26. októ­ber og stend­ur til 25. apríl. Fé­lags­menn í Fugla­vernd og áhuga­sam­ir fugla­skoðarar fylgj­ast þá með og skrá fugla sem koma í garða. Mark­miðið er að at­huga hvaða fugla­teg­und­ir heim­sækja garðana, hve marg­ir fugl­ar koma og hvernig sam­setn­ing teg­und­anna breyt­ist yfir vetr­ar­mánuðina. Niður­stöðurn­ar eru svo born­ar sam­an við fyrri ár.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert