„Öfugt við það sem mjög stór hluti af vinstrisinnuðu fólki á Íslandi heldur fram, þá er jöfnuður mikill á Íslandi á alþjóðlegan mælikvarða.“
Þetta sagði Ásmundur Stefánsson, hagfræðingur og fyrrverandi forseti ASÍ, í erindi á þingi ASÍ í seinustu viku.
Þar fjallaði hann um jöfnuð og velferð og birti tölur um launaþróun, að þvíæ er fram kemur í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag.