Hraunið frá Holuhrauni er risavaxið

Hraunið frá eldgosinu í Holuhrauni er um 65 ferkílómetrar að stærð. mbl.is fékk myndband úr ferð Ragnar Axelssonar, ljósmyndara mbl.is og Morgunblaðsins, og Ingvars Þórðarsonar, þar sem þeir flugu yfir gosstöðvarnar.

Mikil mengun hefur borist frá eldgosinu í dag, og hefur verið til vandræða víða um landið norðan- og vestanvert. Almannavarnir sendu út 40.000 sms-skeyti, þar sem varað var við mögulegum áhrifum gosmengunarinnar.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert