Nýtt kirkjuráð var kjörið á kirkjuþingi í dag. Í ráðinu sitja tveir fulltrúar vígðra og tveir fulltrúar leikmanna, kjörnir af þinginu, auk biskups Íslands sem er forseti kirkjuráðs. Í fyrsta sinn eiga fleiri konur en karlar sæti í kirkjuráði.
Þetta kemur fram í tilkynningu frá Þjóðkirkjunni.
Í ráðinu sitja:
Svana Helen Björnsdóttir, fulltrúi leikmanna,
Stefán Magnússon, fulltrúi leikmanna,
sr. Elínborg Gísladóttir, fulltrúi vígðra,
sr. Gísli Gunnarsson, fulltrúi vígðra og
Agnes M. Sigurðardóttir, biskup Íslands, sem er forseti ráðsins.
Varamenn í kirkjuráði eru:
Einar Karl Haraldsson, fulltrúi leikmanna
Drífa Hjartardóttir, fulltrúi leikmanna
Gísli Jónasson, fulltrúi vígðra
Geir Waage, fulltrúi vígðra
Kirkjuráð er kjörið til fjögurra ára.