Leiðrétting kynnt eftir næstu helgi

Tryggvi Þór Herbertsson.
Tryggvi Þór Herbertsson. mbl.is/Kristinn Ingvarsson

Mikill meirihluti umsækjenda um leiðréttingu verðtryggðra íbúðalána mun fá tilkynningu upp úr mánaðamótum um niðurstöðu útreikninga varðandi lán sín.

Tryggvi Þór Herbertsson, verkefnisstjóri um framkvæmd höfuðstólslækkunar íbúðalána, segir aðspurður að hluti hópsins muni hins vegar fá tilkynninguna síðar. Stefnt er að því að niðurstöður allra umsókna verði kynntar fyrir lok nóvember. Sennilega mun innan við tíundi hluti umsækjenda þurfa að bíða niðurstöðunnar lengur en aðrir, að sögn Tryggva Þórs.

„Niðurstaðan verður tilkynnt upp úr mánaðamótum. Nákvæm dagsetning liggur ekki fyrir. Við erum að ganga frá síðustu lausu endunum. Við munum ekki birta niðurstöður allra mála í einu. Það geta verið vafamál þar sem afgreiðsla eins máls getur haft áhrif á annað.“

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert