Fáar leiðir færar út úr sjálfheldunni

Landspítali háskólasjúkrahús við Hringbraut
Landspítali háskólasjúkrahús við Hringbraut mbl.is/Ómar Óskarsson

Kjaradeila lækna og ríkisins er í hnút og lýsa heimildarmenn Morgunblaðsins stöðunni sem sjálfheldu. Engin leið sé út úr henni nema stjórnvöld ákveði að veita mun meira fjármagn en svarar til 3-4% kauphækkana til að koma til móts við kröfur lækna. Þær eru metnar 30-36%, samkvæmt heimildum blaðsins.

Í umfjöllun um læknadeiluna í Morgunblaðinu í dag segir Gunnar Björnsson, formaður samninganefndar ríkisins (SNR), að m.a. hafi verið rætt um vinnufyrirkomulag og vinnutíma. Stór gjá sé milli samningsaðila.

Fyrstu verkfallslotum Læknafélags Íslands lauk í gærkvöldi. Ólafur Baldursson, framkvæmdastjóri lækninga á Landspítalanum, segir vel hafa gengið að sinna bráðatilfellum í gær. Meðal annars þurfti að endurskipuleggja komur 200-300 sjúklinga á göngu- og dagdeildir eftir að tímar þar féllu niður í vikunni.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert