Feður taka síður fæðingarorlof

Feður taka síður fæðingarorlof vegna launaskerðingar.
Feður taka síður fæðingarorlof vegna launaskerðingar. mbl.is/Jim Smart

Feður með háar tekjur eru mun ólíklegri til að taka fæðingarorlof núna en fyrir hrun og er um að kenna þaki sem var sett á greiðslur úr fæðingarorlofssjóði eftir 2008.

Árið 2005 skertust laun feðra í fæðingarorlofi aðeins um 2,6% en árið 2010 skertust þau um 45%. Það virðist hafa haft letjandi áhrif á fæðingarorlofsþátttöku feðra, sérstaklega tekjuhærri feðra. Einnig sleppa tekjulægstu feðurnir orlofinu vegna þess að þeir mega ekki við 20% tekjuskerðingu.

Þetta kemur fram í doktorsverkefni Ásdísar Arnalds í félagsráðgjöf sem fjallað er um í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert